Sýningar

Það er allt í lagi að vera ekki Íslendingur 2018

Sýningin er byggð á viðtölum við fólk sem hefur flutt til Íslands og sest að á Vestfjörðum. Við hlustuðum á lýsingar á upplifun þeirra af eigin sjálfsmynd út frá þeim heimi sem þau komu úr og þeirri nýju veröld sem þau hafa byggt upp í kringum sig á Íslandi. Titill sýningarinnar byggir á þeirri hugmynd að aðflutningur feli í sér gagnkvæm menningarsamskipti þar sem margbreytileiki er samþykktur og boðinn velkominn. Í slíkum samskiptum höfum við öll tækifæri til að læra eitthvað nýtt hvert af öðru og auðga samfélagið. Í íslensku samfélagi er rými fyrir fólk að vera eins og það er eða kýs að vera, hvort sem það skilgreinir sig sem Íslendinga eða á annan hátt.  Gestum okkar býðst að beina kastljósi að þessum einstaklingum, þeirra einstöku skynjunum og reynslu með því að gægjast inn í kassana og hleypa þannig sögum þeirra út.

20180617-A7R03432.jpg

Í okkar sporum 2017

Heill veggur er þakinn notuðum skópörum. Við hvert skópar eru heyrnatól þar sem hægt er að hlusta á sögur þeirra sem gengu í skónum, ungum sem öldnum. Þú munt flissa í laumi yfir pari af svörtum venjulegum hælaskóm og taka andköf yfir gamaldags skóhlífum úr gúmmíi frá stríðsárunum. Einfaldir og margnotaðir hversdagslegir hlutir geyma ótrúlegar sögur.

920450FE-7577-42B8-939B-E85F6AE7395B

Það er ýmislegt sem gerist 2016

Sýningin geymir frásagnir tengdar persónulegum ljósmyndum sem sýndar eru inní gömlum harðspjaldabókum sem gefnar voru Hversdagssafninu vegna lagerhreinsunar bókasafns Ísafjarðar. Titillinn er vísun í dæmigerðar frásagnir sem sagðar eru við eldhúsborð í samræðum um allt og ekkert. Þátttakendur settust niður með aðstandendum safnsins og deildu með þeim minningum úr myndaalbúmum heimilisins.

 closeup_book

is_ISÍslenska
%d bloggers like this: