Árný Margrét Sævarsdóttir

Eyða

Ljósmyndir og texti


Það sem tengir þessar myndir saman er ,,eyða“

Hvað er það sem einkennir þessa stóru eyðu sem er í lífi okkar núna?

Ég bað fólk um að taka mynd af sinni ,,eyðu“, mynd af því sem einkennir þeirra eigin ,,eyðu“, eða hvernig þau túlka ,,eyðu“.

Ég safnaði þeim svo saman í myndaseríu. Án samhengis eru þessar myndir ekkert mjög merkilegar. Þetta eru í raun bara myndir af því sem skiptir engu máli í hinu venjulega lífi en þær sýna það sem einkennir þennan tíma hjá fólki á þessu skrítna tímabili.

Eyða getur verið svo margt, óeyddur tími, að bíða eftir strætó, eyða á milli kennslustunda, laus stund fyrir kaffibolla..

Hvað er þín eyða og hvernig útskýrir þú hana?