SPÓLAÐ TIL BAKA // NEMENDASÝNING

Játningar, vonbrigði, eyða og minni á tímum Covid – 19

Verið hjartanlega velkomin á rafræna sýningu nemenda í áfanganum List og fræði – töfrar hversdagsins í Menntaskólanum á Ísafirði!

Hópurinn fékk á liðinni önn að kynnast listafólki sem nýtir sér aðferðir félagsvísindanna í listsköpun sinni. Um miðja önn þróaði hópurinn hugmynd að sýningu og úr varð sýningin Spólað til baka þar sem hópurinn ætlaði að skoða þemun Játningar, vonbrigði, eyða og minni og opna vídjóleigu þar sem hægt væri að njóta verkanna í nostalgísku umhverfi.

Fyrirhugað var að opna sýninguna á Hversdagssafninu í Skíðavikunni en það fór á annan veg eins og flest annað skipulag í samkomubanninu. Hugmyndavinnan færðist yfir á Microsoft Teams og það lá beinast við að færa sýninguna líka á rafrænt form. Öll verkin byggja á gagnasöfnun nemenda. 

Gjörið svo vel!